Bandvefsmeðferð

Hvað er bandvefsmeðferð?

Bandvefsmeðferð (Bindegewebsmassage á frummálinu þýsku) er áhrifarík meðhöndlun sem getur t.d. hjálpað til við að draga úr einkennum slæmra tíðaverkja, astma og mígrenis ásamt því að hafa einkar róandi áhrif á taugakerfið í heild sinni. Einnig hefur hún reynst vel við meðhöndlun meltingarvandamála og síþreytu. Meðferðin snýst ekki beint um að losa um bandvefinn sjálfan, eins og nafnið gefur til kynna, heldur er markmiðið að hreyfa við og slaka á taugaendum sem liggja í bandvefnum. Við spennulosun taugaendanna losnar um spennu, bólgur og verki í ýmsum líffærum og líffærakerfum sem hjálpar til við að draga úr einkennum ýmissa kvilla.

Bindegewebsmassage according to Dicke
Elisabeth Dicke Bindegewebsmassage

Hvaðan kemur bandvefsmeðferð?

Meðferðin var þróuð af þýskum sjúkraþjálfara, Elizabeht Dicke, fyrir ca. hundrað árum síðan. Hún þjáðist af alvarlegum og sársaukafullum æðasjúkdómi í fótlegg (endarteritis obliterans) og útlit var fyrir að hún þyrfti að fara í aflimun. Hún fann sjálf út úr því að gera ákveðnar strokur með fingurgómunum, og hreyfa þannig við bandvefnum, þá minnkuðu ekki bara verkirnir heldur endurheimti hún smám saman tilfinningu í fótleggnum. Hún fékk kollega sína til að nota þessa aðferð á sig og verstu einkennin hurfu á þremur mánuðum. Ári síðar var hún farin að vinna aftur. Hún hófst handa við að rannsaka lífeðlisfræðina í meðferðinni og þróa hana áfram með aðstoð taugasérfræðinga. Síðan þá hefur þetta meðferðarform verið mikið notuð víðsvegar í Evrópu.

Hvaðan kemur bandvefsmeðferð?

Meðferðin var þróuð af þýskum sjúkraþjálfara, Elizabeht Dicke, fyrir ca. hundrað árum síðan. Hún þjáðist af alvarlegum og sársaukafullum æðasjúkdómi í fótlegg (endarteritis obliterans) og útlit var fyrir að hún þyrfti að fara í aflimun. Hún fann sjálf út úr því að gera ákveðnar strokur með fingurgómunum, og hreyfa þannig við bandvefnum, þá minnkuðu ekki bara verkirnir heldur endurheimti hún smám saman tilfinningu í fótleggnum. Hún fékk kollega sína til að nota þessa aðferð á sig og verstu einkennin hurfu á þremur mánuðum. Ári síðar var hún farin að vinna aftur.
Hún hófst handa við að rannsaka lífeðlisfræðina í meðferðinni og þróa hana áfram með aðstoð taugasérfræðinga. Síðan þá hefur þetta meðferðarform verið mikið notuð víðsvegar í Evrópu.

Elisabeth Dicke Bindegewebsmassage

Dicke og samstarfsmenn hennar settu fram þá kenningu að þetta ákveðna form af húðstrokum hreyfði ekki einungis við bandvefnum undir húðinni heldur skapaði það spegilvirka breytingu í vöðvaspennu í sléttum vöðvum kviðarholsins, þrengslum í slagæðum og mörgum öðrum hlutum ósjálfráða taugakerfisins. Hvert einstakt líffæri og slagæð virtist háð mismunandi húðsvæðum svo að kenning Dicke var sú að með því að hreyfa við bandvefnum á ákveðnum húðsvæðum þá hefði það ósjálfráð parasympatísk áhrif á breytingu í líffærinu sjálfu. Á þessum tíma voru líffæra- og taugatengd verkjamynstur þegar orðin þekkt, (t.d. finnst lifrarverkur oft ofarlega á hægri sjalvöðva, neðan við hægra herðablað og í efra hægra horni kviðs) en hugmyndin um spegilvirkni, þ.e. að með því að strjúka húðgeira (e. dermatome) væri hægt hafa áhrif á líffærið, kom mörgum á óvart.

Dicke og samstarfsmenn hennar kortlögðu húðgeirana nákvæmlega út frá taugakerfinu og hún kenndi svo meðferðaraðilum hvernig strjúka ætti með fingurgómum yfir ákveðin húðsvæði í ákveðinni röð með það að markmiði að víkka út æðar og sefa slétta vöðva. Þannig myndi draga úr tíðaverkjum og magakrampa með því að láta líffærunum „líða“ eins og verið væri að nudda þau.
Eins og í öllum meðferðarformum, þá hefur bæði aðferðin og kenningarnar í bandvefsmeðferðinni þróast sl. hundrað ár. Meðferðin var þróuð sem viðbótarmeðferð fyrir hjarta-, öndunarfæra- og æxlunarfærakvilla en nútíma meðferðaraðilar nota bandvefsmeðferð hinsvegar einnig við bandvefskvillum og blanda henni jafnvel inn í aðrar nuddmeðferðir.

Margar klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á að bandvefsmeðferð hefur jákvæð áhrif á minnkun verkja, minnkun þunglyndis, aukin lífsgæði og skammtíma aukningu á beta-endorfíni sem er verkjastillandi hormón.

Hvernig fer bandvefsmeðferð fram?

Bandvefsmeðferð er venjulega gerð með nuddþega sitjandi í nuddstól því að þá strekkist eilítið á húðgeirunum og bandvefurinn undir húðinni verður aðgengilegri. Notaðir eru fingurgómar tveggja fingra sem dregnir eru eftir húðinni með stöðugum og passlega djúpum þrýstingi til að hreyfa við taugaendum í undirlagi húðarinnar en ekki vöðvunum. Yfirleitt hefst hver meðferð í kringum spjaldbein og síðan upp eftir hryggnum, í kringum rifbein og herðablöð. Markmiðið er að hvetja til parasympatískra áhrifa á taugarætur í spjaldi og mjaðmagrind og fara síðan yfir í húðgeira sem tengjast ákveðnum líffærum og líffærakerfum. Á meðan á meðferð stendur er stöðugt mat í gangi á hreyfanleika og þéttleika bandvefsins, roðaviðbrögðum og einkennum og líðan skjólstæðingsins. Í lok meðferðar eru jafnvægisstrokur framkvæmdar á bringu, viðbeinum og baki sem örva vagus taugina og skapa þar með jafnvægi í líkamanum.

bandvefsmeðferð dharma

Meðferðin er þægileg og slakandi og tekur ca. 15-20 mínútur í hvert skipti. Fyrsti tími tekur þó 40 mínútur þar sem ítarleg heilsufarsskýrsla er gerð til þess að halda utan um meðferðina og bataferli einkenna. Fjöldi meðferða sem þarf fyrir langvarandi árangur er mjög misjafn en mælt er með því að taka a.m.k 5 skipti í röð til að byrja með til þess að meta hvort meðferðin henti viðkomandi.

Efni þessa texta byggist m.a. á grein eftir Brian Utting stofnanda og eiganda Pacific Northwest School of Massage í Seattle. Hægt er að lesa greinina HÉR.

Hafðu samband HÉR ef þú hefur einhverjar spurningar um meðferðina.