Endurheimtu ljómann!

dermatude meðferð andlitsmeðferð dharma 3

Hvað er Dermatude Meta Therapy?

  • Róttæk en örugg og sársaukalaus meðferð fyrir húðendurnýjun, yngingu, rakamettun og endurheimt húðar. Notað með sérvöldum hágæða húðvörum frá Dermatude.
  • Útkoman er náttúruleg andlitslyfting þar sem örnálatækni er beitt í samvinnu við virk efni sem komast ofan í dýpri lög húðar og hjálpa húðinni að laga sig innanfrá. Meðferðin er fyrir húðendurnýjun, yngingu, rakamettun og endurheimt húðar.
  • Húðin verður fallegri áferðar, húðholur fínni, húðin þéttist og stinnist ásamt því að endurheimta teygjanleika og unglegra yfirbragð.

Hvernig virkar Dermatude Meta Therapy?

  • Gerð eru þúsundir hárfínna gata á húðina með polycarbon oddum sem húðin skynjar sem örskemmdir og virkjar samstundis náttúrulegt ferli við að auka framleiðslu á kollageni og elastíni. Húðið endurnýjast því innanfrá.
  • Virkum efnum er á sama tíma dreift yfir húðina en örgötin opna leið fyrir þau í dýpri lög húðar þar sem þau gera töluvert meira gagn heldur en á yfirborði húðarinnar.
  • Húðin er hreinsuð og djúphreinsuð áður en hún er meðhöndluð með Dermatude Meta Therapy. Í lokin er settur róandi og kælandi rakamaski og á meðan færð þú höfuð- eða fótanudd.
  • Dermatude er 100% náttúruleg yngingarmeðferð sem virkar!
dharma dermatude gunna
dermatude vörur dharma

Hvað gerir Dermatude vörurnar sérstakar?

  • Hágæða húðvörur með sérvalin innihaldsefni til að ná hámarks árangi með meðferðinni.
  • Vörurnar innihalda engin ilmefni, paraben eða önnur óæskileg efni. Hinsvegar eru þær ríkar af andoxunarefnum, amínósýrum, þörungum, salisylsýru, Q-ensímum, kollageni, peptíðum, vítamínum og rakabindandi innihaldsefnum.
  • Til að ná sem mestum árangri í meðferðinni er mikilvægt að nota eingöngu Dermatude húðvörur á meðan þar sem þær innihalda bæði rétt magn af virkum efnum og eru 100% öruggar fyrir húðina eftir meðferð.

Mismunandi meðferðir með Dermatude:

ANDLIT

26.900 kr

ANDLIT & HÁLS

31.900 kr

ANDLIT, HÁLS & BRINGA

36.900 kr

Rakameðferð

Rakameðferðin inniheldur mikið af hýalúrónsýru og rakagefandi innihaldsefnum sem viðhalda raka og binda hann eins og svampur, húðin virkar því fyllri og mettaðri. Þessi meðferð er góð fyrir þurra og viðkvæma húð. Einnig tekur hún á fyrstu öldrunareinkennum húðar s.s. broshrukkur og krákufætur við augun.

Jafnvægismeðferð

Jafnvægismeðferðin kemur á jafnvægi í húðinni. Auk mjög rakagefandi innihaldsefna inniheldur hún ensím og „nano-white“ sem er náttúrulegt hvíttunarefni. Húðin fær sléttari og líflegri áferð. Þessi meðferð dregur einnig úr elliblettum/ lifrarblettum og gefur húðinni ljóma.

Frumuendur-nýjunarmeðferð

Frumuendurnýjunar- meðferðin hjálpar húðinni við að framleiða nýjar frumur, viðhalda vörnum húðarinnar og hægja á öldrun hennar. Þessi meðferð inniheldur mikið af rakagefandi efnum, peptíðum og plöntustofnfrumum. Einnig dregur hún úr ásýnd öra eftir bólur.

Lyftandi meðferð

Lyftandi meðferðin inniheldur mikið magn hágæða pepha tight (örþörungaþykkni) og andoxunarefni sem hafa öflug lyftandi, stinnandi og þéttandi áhrif á húðina. Þessi meðferð dregur úr hrukkum í kringum augu, munn og enni og gerir húðina þéttari og unglegri.

Fyrir & eftir myndir: