Svo lengi lærir sem lifir!

sjálfsnudd nuddboltar dharma gunna

Kennsla í sjálfsnuddi

Ég býð upp á einkatíma í notkun nuddbolta með áherslu á þau svæði sem henta hverjum og einum. Kennslan miðar að því að þú lærir tækni sem þú getur nýtt þér heima og þurfir bara að koma einu sinni í kennslu. Komdu með eigin nuddbolta eða kauptu hjá mér Therapy Ball PLUS tvo nuddbolta saman í neti sem hægt er að nota  tvo saman eða einn í einu. Kennsla fyrir einstakling er 30 mín, ef tveir koma saman þá er hún 45 mín.

Einnig er ég með nuddboltatíma 2-3 í mánuði hjá Metabolic Reykjavík, þar sem teknir eru fyrir mismunandi líkamspartar með nuddboltum og teygjum ásamt djúpslökun í lok hvers tíma. Upplýsingar um áskrift og 2 vikna frípassa.

Nuddkennsla til heimanotkunar

Ég tek að mér hópkennslu þar sem ég kenni nuddaðferðir til að nota á vini og fjölskyldu. Meðal kennsluefnis er hvernig gefa skuli ástvinum stutt nudd t.d. á stífar herðar eða þreytta fætur.

Einnig kenni ég ungbarnanudd bæði í einkatímum og hóptímum.

ATH. ekki námskeið fyrir þá sem ætla að hafa atvinnu af nuddi!

nudda maka heima kennsla dharma gunna
nudd nuddkennsla nuddstofa dharma

Kennsla fyrir heilsunuddara

Ég sinni stöku kennslutímum á Heilsunuddarabraut Fjölbrautaskólans við Ármúla. Má þar nefna nuddmeðferðir á borð við skrúbbnudd, leiðsögn í stofnun og rekstri nuddstofa og svo sjálfsrækt heilsunuddara.

Ég býð einnig upp á einkakennslu til menntaðra heilsunuddara eftir samkomulagi.

Fyrirlestrar um heilsueflingu

Ég tek að mér að halda fyrirlestra fyrir litla hópa um heilsumál af ýmsu tagi, svo sem:

  • Líkamsbeitingu
  • Kulnun
  • Sykurlausan lífsstíl
fyrirlestur kulnun lífsstíll gunna dharma fræðsla