Nudd er alltaf góð hugmynd!

nudd heilsunudd klassískt nuddstofa dharma nuddmeðferð

Klassískt nudd

Í klassísku nuddi er leitast við að mýkja stífa vöðva og vöðvafestur, draga úr spennu og þreytuverkjum, örva blóðrás og auka almenna vellíðan. Hægt er að panta 30, 60 eða 90 mínútna nudd. Í 30 mín nuddi er eitt ákveðið líkamssvæði tekið fyrir (t.d. bak/axlir) eftir þörfum og óskum nuddþegans. Í 60 mín nuddi er ýmist allur líkaminn nuddaður eða eitt ákveðið líkamssvæði er tekið mjög vel fyrir. Í 90 mín nuddi er allur líkaminn nuddaður og líka tími til að nudda kvið, andlit og höfuð sé þess óskað.

Sogæðanudd

Sogæðanudd er nákvæmt kerfi nuddstroka þar sem áhersla er lögð á að koma hreyfingu á sogæðakerfið og auka flæði og jafnvægi í líkamanum. Gott fyrir þá sem eru með óæskilega vökvasöfnun í líkamanum eða finna fyrir þreytu, verkjum eða stirðleika. Hefur reynst vefjagigtarfólki vel. Mjög slakandi heilnudd sem veldur engum sársauka og gefur djúpa slökun og endurnæringu. Hægt er að velja um 60 eða 90 mínútna sogæðanudd.

heilsunudd nudd sogæðanudd nuddstofa dharma nuddmeðferð
heilsunudd meðgöngunudd óléttunudd nudd nuddstofa dharma

Meðgöngunudd

Í meðgöngunuddi er lögð áhersla á slökun, að mýkja stífa og þreytta vöðva og örva sogæðakerfið ef bjúgsöfnun er til staðar. Sérstakur meðgöngupúði er settur á nuddbekkinn með holur fyrir bumbuna og brjóstin. Hægt er að fá bæði heilnudd og partanudd, nuddþegi og nuddari ákveða í sameiningu hvað leggja skuli áherslu á og hvaða nuddform hentar best. Hægt er að bóka 30, 60 eða 90 mínútna meðgöngunudd. Gott er að taka fram við bókun hvaða meðgönguviku verður náð þegar nuddið fer fram.

Djúpvefjanudd

Í djúpvefjanuddi er farið djúpt í bæði vöðva- og bandvef til að losa um hnúta, triggerpunkta og samgróninga. Nuddhreyfingar eru alla jafna framkvæmdar hægt til að framkalla eftirgjöf og komast í dýpri vefjalög. Nákvæm vöðvavinna þar sem tekin eru fyrir ákveðin svæði og vandamál og yfirleitt ekki um heilnudd að ræða. Hægt er að bóka 30, 60 eða 90 mínútna djúpvefjanudd.

nudd djúpvefjanudd djúpt dharma nuddstofa nuddmeðferð heilsunudd
bandvefsmeðferð dharma

Bandvefsmeðferð

Bandvefsmeðferð er áhrifarík meðhöndlun sem getur t.d. hjálpað til við að draga úr einkennum slæmra tíðaverkja, astma og mígrenis ásamt því að hafa einkar róandi áhrif á taugakerfið í heild sinni. Meðferðin snýst ekki beint um að losa um bandvefinn sjálfan, eins og nafnið gefur til kynna, heldur er markmiðið að hreyfa við og slaka á taugaendum sem liggja í bandvefnum. Við spennulosun taugaendanna losnar um spennu, bólgur og verki í ýmsum líffærum og líffærakerfum sem hjálpar til við að draga úr einkennum ýmissa kvilla. Meiri upplýsingar hér.

Skrúbbmeðferð

Allur líkaminn er skrúbbaður með skrúbbhönskum og nuddolíu. Það örvar blóðflæði til húðarinnar, fjarlægir dauðar húðfrumur og skilur húðina eftir silkimjúka. Þessa 30 mínútna meðferð er hægt að taka eina og sér eða bóka með hvaða nuddi sem er og er hún þá fléttuð inn í nuddið. 30 mínútur bætast við tímann ef skrúbbmeðferð er bætt við aðra nuddmeðferð.
Ps. Frábær meðferð sem undibúningur fyrir sólarlandaferðir og brúnkukrem til að fá jafnari lit og halda brúnkunni lengur.

nudd skrúbbmeðferð skrúbbnudd skrúbbur heilsunudd dharma

GÓÐ RÁÐ FYRIR NUDD

 • Drekktu nokkur vatnsglös yfir daginn fram að nuddi til þess að vefir líkamans séu ekki þurrir (þó er ekki ráðlegt að þamba mikið vatn rétt fyrir nudd svo maður sé ekki í spreng á bekknum).
 • Ekki borða þunga máltíð stuttu fyrir nudd en vertu samt ekki svöng/svangur.
 • Vertu í þægilegum og ekki of þröngum nærbuxum (sumir velja að vera nærbuxnalausir í nuddi og það er líka í góðu lagi).

GÓÐ RÁÐ EFTIR NUDD

 • Drekktu vel af vatni (ca. 2 ltr) næsta sólarhringinn til að minnka líkur á vanlíðan og eymslum eftir nuddið.
 • Leyfðu nuddolíunni að vera á húðinni í a.m.k. nokkra klukkutíma eftir nudd. Bæði er olían góð fyrir húðina og svo halda ilmkjarnaolíurnar sem notaðar voru áfram að vinna á líkamanum eftir nuddið.
 • Taktu því rólega það sem eftir lifir dags og farðu snemma að sofa.
 • Ekki er ráðlagt að stunda líkamsrækt fyrstu 12-24 klst eftir nudd. Við nudd fer heilmikil vinna í gang í vöðvum og öðrum vefjum líkamans og sú vinna heldur áfram að nuddi loknu, því er best að gefa líkamanum færi á að vinna úr nuddinu áður en farið er að reyna mikið á sig.

Hvað er heilsunudd?

Heilsunuddaranámið er alveg gríðarlega yfirgripsmikið og fjölbreytt nám við Fjölbrautaskólann Ármúla sem spannar tvær verklegar annir eftir að grunnfögum í bóklegu námi er lokið.

Fyrir utan ítarlega þekkingu í vöðva- og hreyfifræði læra heilsunuddarar:

 • klassískt nudd
 • svæðanudd
 • heildrænt nudd
 • sogæðanudd
 • íþróttanudd
 • vefjalosun
 • triggerpunktameðferð
 • höfuðbeina- & spjaldhryggjarmeðferð
 • ilmolíufræði

 

Heilsunuddarar hafa þekkingu á og beita fjölbreyttri nuddtækni sem miðar að því að meðhöndla verki og stoðkerfisvandamál, veita slökun og efla heilbrigði skjólstæðinga sinna.

Ennfremur geta heilsunuddarar getur leiðbeint skjólstæðingum sínum um heilbrigðan lífstíl og veitt fyrirbyggjandi ráðgjöf. Heilsunuddari þekkir einnig lög og reglugerðir sem starf hans heyrir undir og virðir fagleg og siðferðileg mörk sem í starfinu felast.

fíhn félag íslenskra heilsunuddara dharma nuddstofa

Ég er meðlimur í Félagi íslenskra heilsunuddara (FÍHN) sem var stofnað 23. júní 1974. Félagið leggur metnað í að standa vörð um hag félagsmanna með því að hvetja til framþróunar og mynda þannig öflugan og faglegan hóp heilsunuddara á Íslandi. Nuddarar í FÍHN þurfa að fylgja siðareglum félagsins, sem tryggir nuddþegum faglega þjónustu. 
Siðareglur FÍHN
Lög FÍHN