Lýsing
Augnhvílan er margnota hita- eða kælipoki ætluð fyrir augnsvæðið.
Hægt að nota hana bæði heita úr örbylgjuofni/bakaraofni, kalda úr frysti eða bara eins og hún kemur fyrir. Augnhvílurnar innihalda hrísgrjón og lavender ilm sem hefur slakandi og róandi áhrif. Þær eru góðar við höfuðverk, hvarmabólgu, þreytu/þrota eða vogrís í augum. Einnig gott að leggja á enni eða kinnar t.d. við ennis- eða kinnholusýkingum til að hita eða kæla svæðið.
Hitun: örbylgjuofn í 30-60 sekúndur eða bakaraofn í 3-4 mínútur við 120°c.
Kæling: í plastpoka í frysti í a.m.k. hálftíma.
Augnhvílan er þrifin með því að strjúka yfir hana með rökum klút, hana má ekki þvo í þvottavél eða gegnbleyta á annan hátt.
Innihald: hrísgrjón og lavender.