Vöruflokkar

Leita að vörum

Dermatude Anti-ageing Mask 50 ml

10.900 kr.

Andlitsmaski

Lýsing

Andlitsmaski með rakagefandi og yngjandi innihaldsefnum. Tilvalinn með Cell Recovery eða Firming & Lifting vörunum.
Maskinn er ríkur af innihaldsefnum sem styrkja bandvef húðarinnar, m.a. Pepha Tight sem er hreint náttúrulegt þörungaþykkni sem örvar kollagenmyndun og frumuendurnýjun. Einnig eru öflug rakagefandi, róandi, mýkjandi, þéttandi og lyftandi efni í maskanum sem hjálpar húðinni að endurheimta gott jafnvægi og örva vöxt heilbrigðra vefja í húð.

Maskann má nota 2 sinnum í viku, gjarnan eftir notkun Enzyme Peel djúphreinsis. Setjið maskann á þurra og hreina húð, bíðið í 10-15 mínútur þar til hann er þveginn af með rökum þvottapoka. Fyrir enn meiri áhrif má sofa með maskann.

Virk innihaldsefni:
Glycerin – Einn besti rakagjafi húðarinnar
Betaine – Róandi og rakagefandi
Distarch Phosphate – Hefur mattandi áhrif. Dregur í sig húðfitu sem gefur langvarandi matt yfirbragð.Dregur til sín og varðveitir raka. Endurheimtir jafnvægi náttúrulegrar olíu húðarinnar.
ButyrospermumParkii / Sheabutter – Varðveitir raka, rakagefandi, róar og mýkir húðina
Pullulan – Þéttir húðina, bæði til lengri og skemmri tíma. Verndar húðfrumur. Styrkir bandvef húðar með því að örva kollagenframleiðslu og endurnýja frumur.
Allantoin – Örvar vöxt í heilbrigðum vef. Vinnur gegn öldrun húðar.
Maltose – Rakagefandi. Mýkjandi.
Pepha Tight® – Hreinn þörungaextract. Örvar kollagenframleiðslu. Lyftir og stinnir. Verndar húð gegn öldrunareinkennum.
Agave Tequilana Leaf Extract – Mexíkósk tekílaplanta. Náttúrlegur teygjanleiki. Áhrifaríkt við að draga úr hrukkum. Samstundis og langvarandi róandi áhrif.
Sodium Hyaluronate – Varðveitir raka og tryggir teygjanleika og þéttleika húðarinnar. Hefur gífurlega rakabindandi eiginleika.
Tocopherol / Vitamin E – Andoxandi. Verndar gegn sindurefnum. Frábær náttúrulegur rakagjafi. Yngjandi.