Vöruflokkar

Leita að vörum

Dermatude Cell Recovery Cream 50 ml

14.900 kr.

Dag- og næturkrem

Lýsing

Dag- og næturkrem fyrir fyrstu einkenni öldrunar og frumuendurnýjun skemmdrar húðar. Kremið er ríkt af öflugum rakagjöfum, peptíðum og plöntustofnfrumum. Það hjálpar til við endurnýjun húðfrumna og viðhaldi þeirra. Kremið viðheldur náttúrulegum vörnum húðar og hægja á öldrun ásamt því að draga úr ásýnd acne öra í andlitinu.
Kremið skal bera kvölds og morgna á andlit, háls og bringu á eftir serum.

Virk innihaldsefni:
Glycerin – Einn besti rakagjafinn fyrr húðina
Pepha Tight® – Hreinn náttúrulegur kjarni úr þara. Örvar nýmyndun kollagens. Lyftir og þéttir. Verndar gegn öldrun húðarinnar.
Malus Domestica Fruit Cell Culture Extract / Plant stem cells – Stofnfrumur úr Uttwiler Spätlauber, græn eplategund. Tryggir langlífi húðfrumna. Verndar húðstofnfrumur. Dregur úr öldrun og hrukkumyndun.
Tocopherol / Vitamin E – Andoxandi. Verndar gegn sindurefnum. Frábær náttúrulegur rakagjafi. Endurnýjandi.
Ubiquinone / Enzyme Q10 – Nauðsynlegt fyrir framleiðslu kollagens og annara próteina. Dregur úr ummerkjum öldrunar. Andoxandi og eyðir sindurefnum.