Lýsing
DERMATUDE CELL RECOVERY SERUM & CREAM er fyrst og fremst frumuendurnýjun.
Cell Recovery meðferðin ásamt vörunum í þeirri línu er tilvalin fyrir fyrstu einkenni öldrunar og endurnýjun skemmdrar húðar. Vörurnar eru ríkar af öflugum rakagjöfum, peptíðum og plöntustofnfrumum. Þetta hjálpar til við endurnýjun húðfrumna og viðhaldi þeirra. Þessar vörur viðhalda náttúrulegum vörnum húðar og hægja á öldrun ásamt því að draga úr ásýnd acne öra í andlitinu.
DERMATUDE FIRMING EYE BOOST
Mjúkt krem sem inniheldur rakagefandi efni, þörunga og distarch phosphates sem læsa raka í húðinni og fylla upp í fína línur. Kremið þéttir húðina og hjálpar til við að draga úr dökkum baugum og pokum undir augunum ásamt því að hægja á hrukkumyndun.
Snyrtitaska með 5 prufum af Dermatude vörum fylgir með.