Lýsing
DERMATUDE FIRMING & LIFTING SERUM & CREAM er fyrst og fremst stinning og lyfting.
Firming & Lifting meðferðin ásamt vörunum í þeirri línu er tilvalin fyrir þroskaða húð sem skortir stinnleika og þéttni. Vörurnar hafa öflug lyftandi, stinnandi og þéttandi áhrif. Innihaldsefnin í þeim örva kollagenframleiðslu, auka teygjanleika og vernda frumur gegn oxunarálagi. Einnig þétta þær húðina og gefa henni unglegri áferð ásamt því að draga úr hrukkum í kringum augu, munn og enni.
DERMATUDE FIRMING EYE BOOST
Mjúkt krem sem inniheldur rakagefandi efni, þörunga og distarch phosphates sem læsa raka í húðinni og fylla upp í fína línur. Kremið þéttir húðina og hjálpar til við að draga úr dökkum baugum og pokum undir augunum ásamt því að hægja á hrukkumyndun.
Snyrtitaska með 5 prufum af Dermatude vörum fylgir með.