Vöruflokkar

Leita að vörum

Skrúbbnuddnámskeið (3,5 klst) 11.nóv 2023 LOKIÐ

Námskeið fyrir heilsunuddara

 

Lýsing

Skrúbbnudd er frábær viðbótarmeðferð við nuddmeðferðir sem örvar sogæðakerfið og blóðflæði til húðarinnar, fjarlægir dauðar húðfrumur, eykur upptöku húðar á olíum og ilmkjarnaolíum, mýkir og endurnærir húðina. Það virkar vel sem upphitun vefja fyrir allar tegundir af nuddi og eykur til muna áhrif sogæðanudds.

Umsagnir frá fyrra námskeiði:

„Ég var mjög ánægð með námskeiðið! þetta er frábær meðferð ein og sér eða viðbót við aðrar meðferðir sem ég ætla mér hiklaust að nota í mínu starfi. Gunna er mjög skýr og kemur sér beint að efninu sem er góður kostur þegar maður er kennari. Ég get heilshugar mælt með þessu námskeiði!“ Lilja, heilsunuddari.

„Ég sé ekki eftir að hafa mætt á námskeiðið hjá Gunnu sem er bæði hress og skemmtilegur kennari sem kom efninu vel frá sér. Hjá henni lærði ég áhugaverða viðbót við nuddið sem ég mun án efa nýta mér til að bjóða nuddþegum mínum uppá. Mæli sannarlega með!“ Steinþóra, heilsunuddari.

„Skrúbbnuddnámskeiðið var mjög áhugavert og skemmtilegt. Mér finnst þetta frábær viðbót við nuddið, bæði klassíska og sogæðanuddið. En svo er þetta líka frábær meðferð bara ein og sér. Gunna kom efninu mjög vel frá sér. Ég mæli algjörlega með því að fara á þetta flotta námskeið!“ Gunnhildur, heilsunuddari.

„Ég er himinlifandi með skrúbbnuddnámskeiðið hjá Gunnu. Þetta er frábær viðbót við aðrar nuddmeðferðir en líka snilld ein og sér. Nú er ég búin að bæta í “verkfærakassann” áhrifaríkri meðferð sem skilar ótrúlega mikilli vellíðan. Sannarlega algjör ,,skynfæraveisla” eins Gunna kallar hana. Gunna er frábær kennari, hún hefur hæfileikann til að miðla til annarra. Hún er skemmtileg, skýr og hnitmiðuð. Gögnin sem þátttakendur fá eru góð og auðvelt að fylgja þeim og rifja upp efnið. Mér finnst líka frábært að fá námskeið sem er ekki heila helgi og kostar hálfan handlegg. Þetta er stutt og laggott námskeið og ódýrt i þokkabót. Kærar þakkir fyrir mig – ég hlakka mikið til bjóða nuddþegum mínum þessa frábæru meðferð.“ Þrúður, heilsunuddari.

Þetta námskeið er eingöngu fyrir heilsunuddara og eru einungis 6 pláss í boði. Kennari er Gunna Húnfjörð, heilsunuddari og snyrtifræðingur.

Námskeiðið fer fram í kennslustofu heilsunuddbrautar í Fjölbraut Ármúla laugardaginn 11.nóvember 2023 frá kl.10:00-13:30. Skráningarfrestur er til 7.nóvember 2023.

Skrúbbhanskar og námskeiðsgögn eru innifalin í verðinu. Félagar í Félagi íslenskra heilsunuddara geta sótt um endurgreiðslu úr félaginu.

Ef fram kemur „ekki til á lager“ er námskeiðið fullbókað og þá hægt að biðja um að fara á biðlista með því að senda póst á gunna@dharmaheilsa.is.