Vöruflokkar

Leita að vörum

Vöðvabólgunámskeið fyrir brjóstgefandi mæður (2 klst) 17.okt og 19.okt 2023 LOKIÐ

Lýsing

Námskeið fyrir mæður sem finna fyrir vöðvabólgu vegna brjóstagjafar. Kennt verður sjálfsnudd með nuddboltum, teygjur og æfingar.

Námskeiðið er 2 klst. alls í tveimur hlutum; 17.okt kl.10:00-11:00 og 19.okt kl.10:00-11:00. Mæðrum er velkomið að hafa ungabörnin sín með.

Innifalið eru nuddboltar að andvirði 4.900 kr.

Einungis 5 pláss á hverju námskeiði. Skráningarfrestur er til 14.október 2023.

Kennari er Gunna Húnfjörð heilsunuddari. Námskeiðið fer fram í jógasal Samkenndar Heilsuseturs, Tunguhálsi 19 í Reykjavík. Praktískar upplýsingar verða sendar á þátttakendur nokkrum dögum fyrir námskeið.

Ef fram kemur „ekki til á lager“ er námskeiðið fullbókað og þá hægt að biðja um að fara á biðlista með því að senda póst á gunna@dharmaheilsa.is.