Lýsing
Námskeið fyrir mæður sem finna fyrir vöðvabólgu vegna brjóstagjafar. Kennt verður sjálfsnudd með nuddboltum, teygjur og æfingar.
Námskeiðið er 2 klst. alls í tveimur hlutum; 17.okt kl.10:00-11:00 og 19.okt kl.10:00-11:00. Mæðrum er velkomið að hafa ungabörnin sín með.
Innifalið eru nuddboltar að andvirði 4.900 kr.
Einungis 5 pláss á hverju námskeiði. Skráningarfrestur er til 14.október 2023.
Kennari er Gunna Húnfjörð heilsunuddari. Námskeiðið fer fram í jógasal Samkenndar Heilsuseturs, Tunguhálsi 19 í Reykjavík. Praktískar upplýsingar verða sendar á þátttakendur nokkrum dögum fyrir námskeið.
Ef fram kemur „ekki til á lager“ er námskeiðið fullbókað og þá hægt að biðja um að fara á biðlista með því að senda póst á gunna@dharmaheilsa.is.