DHARMA er lítil og notaleg snyrtistofa og heilsunuddstofa sem starfrækt er í fallega innréttuðu rými í Mosfellsbæ. Þar er lögð áhersla á persónulega þjónustu og notalegt andrúmsloft með upphituðum bekk, slakandi tónlist og dempaðri lýsingu. Hver tími hjá DHARMA er endurnærandi stund fyrir bæði líkama og sál. 

dharma snyrting maski andlitsbað snyrtistofa

Dermatude

Dermatude Meta Therapy er áhrifarík og örugg yngingarmeðferð sem byggist á klínískum rannsóknum. Húðin verður fallegri áferðar, húðholur fínni, húðin þéttist og stinnist ásamt því að endurheimta teygjanleika og unglegra yfirbragð. 

dermatude meðferð andlitsmeðferð dharma

Snyrtimeðferðir

Litun og lyfting fyrir augnhárin og brúnirnar ásamt mótun með plokkun eða vaxi. Vaxmeðferðir fyrir andlit og líkama. Dekurmeðferðir með andlitsnuddi og maska. 

dharma nudd nuddstofa

Heilsunudd

Klassískt nudd, sogæðanudd, djúpvefjanudd, meðgöngunudd, andlitsnudd, heildrænt slökunarnudd og skrúbbmeðferð. Hver nuddmeðferð er sniðin að þörfum hvers og eins. 

Fræðsla & ráðgöf

Fræðsla og sýnikennsla fyrir heilsunuddara. Einkakennsla og hópkennsla í ungbarnanuddi og heimanuddi. Ráðgjöf um æfingar, teygjur og sjálfsnudd. Fyrirlestrar fyrir hópa ýmist til forvarna eða endurheimtar ásamt ýmiskonar tilfallandi heilsutengdum verkefnum.

AFBÓKANIR & SKRÓP
Vinsamlegast afbókið tíma með a.m.k. 12 klst. fyrirvara. Ef afbókað er með minna en 2 klst. fyrirvara eða ef skrópað er þarf að greiða 50% af verði tímans. ATH. að ekki er hægt að afbóka með því að svara áminningu heldur þarf að hringja eða senda sms í 852-7733, senda tölvupóst á gunna@dharmaheilsa.is, senda skilaboð á Facebook/Instagram síðu Dharma eða afbóka í Noona appinu.