Um Dharma

Gunna Dharma heilda

Hver er GUNNA og hvað þýðir DHARMA?

Gunna er snyrtifræðingur, heilsunuddari, markaðsfræðingur, móðir, eiginkona, skellibjalla, kvíðapési og kulnunarkvendi… svona svo eitthvað sé nefnt.

Það er skemmst frá því að segja að ég lærði fyrst snyrtifræði en eftir nokkur ár í þeirri grein skrapp ég til Kaupmannahafnar þar sem ég lærði og vann við markaðsfræði í sjö ár. Þegar ég hafði síðan unnið við það í önnur sjö ár hér á Íslandi lenti ég í kulnun í starfi og hef síðan þá unnið sjálfsvinnu í bílförmum. Meðfram bataferlinu eftir kulnunina fór ég í heilsunuddaranám. Í dag blanda ég þessu öllu saman í starfi mínu!

Í maí 2020 stofnaði ég Dharma ehf þar sem ég hef ýmist starfað ein eða með fleiri heilsunuddurum. Í dag er ég eini starfsmaður Dharma og nýti þar alla mína menntun og lífsreynslu til að bæta heilsu, útlit og líðan viðskiptavina minna. Ég hef alltaf hallast að því að vellíðan á líkama og sál haldist í hendur og eftir reynslu mína af kulnun hef ég styrkst enn meira í þeirri trú.

DHARMA þýðir “tilgangur lífsins”. Samkvæmt Dharma lögmálinu erum við öll með einstaka hæfileika sem við tjáum á okkar einstaka hátt. Þegar við nýtum þessa hæfileika í þjónustu við aðra upphefjum við eigin anda og upplifum ótakmarkaða sælu og gnægð. Það má með sanni segja að mitt „dharma“ sé að hjálpa fólki til bættrar heilsu, innan sem utan!

Gildi Dharma eru:

dharma fagmennska umhyggja þjónustulund

Þjónustulund og persónulegt viðmót snýst um að hver einasti viðskiptavinur upplifi persónulega og einlæga framkomu. 

Umhyggja fyrir vellíðan viðskiptavina snýst um að setja andlega og líkamlega vellíðan viðskiptavina okkar ávallt í fyrsta sæti.

Fagmennska ásamt trúnaði og trausti snýst að viðskiptavinir geti treyst á þagmælsku og faglega framkomu.