
Andlitsmeðferðir
NUDD & MASKI er ljúf og slakandi 45 mín andlitsmeðferð með yfirborðshreinsun og djúphreinsun húðar, slakandi andlits- og höfuðnuddi og nærandi andlitsmaska. Í lokin er sett augnkrem og dagkrem eftir þinni húðgerð.
DEKURSTUND er sannkölluð dekurstund í 90 mín með litun & plokkun/vaxi, yfirborðshreinsun og djúphreinsun húðar ásamt slakandi andlits- og höfuðnuddi og nærandi andlitsmaska. Heitir steinar hita upp herðar og brjóstbak á meðan andlitsmaskinn vinnur.
Í lokin beggja meðferða er sett augnkrem og dagkrem eftir þinni húðgerð. Notaðar eru hágæða húðmeðferðarvörur frá Dermatude með sérvalin virk innihaldsefni og engin ilmefni eða paraben.