Hugsaðu vel um þig, þú átt það skilið!

dharma snyrting andlitsbað maski andlitsmeðferðir dekur

Andlitsmeðferðir

ANDLITSBAÐ er ljúf og slakandi 45 mín andlitsmeðferð með yfirborðshreinsun og djúphreinsun húðar, slakandi andlits- og höfuðnuddi og nærandi andlitsmaska. Í lokin er sett augnkrem og dagkrem eftir þinni húðgerð.

DEKURSTUND er sannkallað dekur í 60 mín með yfirborðshreinsun og djúphreinsun húðar ásamt slakandi andlits- og höfuðnuddi og nærandi andlitsmaska. Að auki fá bæði hendur og fætur skrúbb og nudd. Í lokin er sett augnkrem og dagkrem eftir þinni húðgerð.

HERRADEKUR er 75 mín meðferð sem inniheldur vaxmeðferð á eyru, nef og augabrúnir (eftir þörfum), yfirborðshreinsun og djúphreinsun húðar ásamt slakandi andlits- og höfuðnuddi og nærandi andlitsmaska. Að auki fá bæði hendur og fætur skrúbb og nudd. Í lokin er sett augnkrem og dagkrem eftir þinni húðgerð.

Litun & plokkun

Augnhár og augabrúnir eru lituð með endingargóðum litum.

Augabrúnir eru mótaðar með plokkun eða vaxi.

í lokin er augnkrem borið á augnsvæðið.

Fyrir smá auka dekur er hægt að panta DELUXE litun en þá bætist við 15 mínútna slakandi andlits- og höfuðnudd eftir litunina.

dharma snyrting litun plokkun augabrúnir augnhár snyrtimeðferðir
lash lift dharma augnhárapermanent augnhár bretta snyrtimeðferðir

Lash & brow lift

LASH LIFT er augnhárapermanent sem lyftir augnhárunum og sveigir þau upp á við líkt og þegar notaður er augnhárabrettari. Augun virðast opnari og augnhárin virðast lengri. 

BROW LIFT er meðferð sem mótar og lyftir augabrúnum með því að breyta stefnu háranna. Hentar vel þeim þeim sem vilja gera meira úr þunnum eða gisnum augabrúnum eða eru með krullaðar augabrúnir sem erfitt er að hemja. 

Notuð eru hágæða efni og endingartími er ca. 4-8 vikur. Ekki má farða, þrífa eða bleyta augnhárin/brúnirnar í 24 klst. eftir meðferð. Til að lengja endingartímann og viðhalda heilbrigði háranna mælum við með að nota næringu sem fæst hjá okkur.

Vaxmeðferðir

Vaxmeðferð fjarlægir hárin með því að losa þau upp frá rótinni. Endingartíminn getur verið allt frá 2 til 6 vikur. Hárin þurfa að vera um 2-4 mm að lengd til þess að ná góðum árangri. Í lokin er borin olía á húðina sem mýkir og nærir hana. 

Ekki er mælt með því að fara í sund eða bað fyrr en 24 klst. eftir vaxmeðferð. 

Ath. gerum ekki brasilískt bikinívax.

vax vaxmeðferðir snyrtistofa dharma snyrting