Vöruflokkar

Leita að vörum

Dermatude Multi Defense SPF30 50 ml

8.900 kr.

Dagkrem

Lýsing

Dagkrem sem veitir vörn gegn sólargeislum og mengunarvöldum í umhverfinu. Kremið er með létta áferð og virkar sem skjöldur þar sem það setur af stað sjálfsvarnargetu húðarinnar með því að gera sindurefni hlutlaus (þau hraða öldrun húðarinnar með niðurbroti á kollageni og skemmdum á húðfrumum). Kremið inniheldur rakagefandi, mýkjandi og andoxandi efni og peptíð, það örvar framleiðslu nýrra húðfrumna og kemur í veg fyrir myndun litabletta í húð sökum sólarskemmda.
Kremið má nota sem dagkrem beint yfir serum á morgnana, eða sem yfirkrem sem fer yfir bæði serum og dagkrem.

Virk innihaldsefni:
Filters (lífrænt) – Homosalate: UV-A, Octocrylene: UV-B, Ethylhexyl Salicylate: UV-B, Butyl Methoxydibenzoylmthane: UV-A, Bis-Etheylhexyl Hydroxydimethoxy Benzylmalonate:UV verndun, andoxandi.
Glycerin – Einn besti rakagjafi húðarinnar
Ectoin – Náttúruleg frumuvörn. Verndar gegn öldrun vegna ljóss. Eykur raka með áhrifum til lengri tíma.
Hydrolyzed Wheat Gluten – Þettandi áhrif sem endast. Dregur úr hrukkum saman með Ceratonia Siliqua Gum.
Perfection Peptide-7 – Setur af stað sjálfsvarnargetu húðarinnar. Vinnur gegn öldrun. Verndar DNA. Gerir sindurefni hlutlaus.
Hydrolyzed Honey Protein – Rakagefandi. Flýtir aukningu keratínfrumna.
Opuntia Ficus indica Stem Extract- Sefar, róar, rakagefandi, verndar og þéttir húð.
Nano-Lipobell H-AECL – Blanda vítamína. Jafnar og dregur úr hrukkum Eykur þykkt húðar. Langvarandi rakamyndun. Varðveitir teygjanleika og húðtón.