Lýsing
Ég kenni foreldrum nuddstrokur fyrir allan líkama ungabarnsins og gef góð ráð varðandi nuddið. Á staðnum er upphitaður bekkur, hitalampi, róandi tónlist og dempuð lýsing til þess að skapa notalegt og rólegt andrúmsloft. Nuddolía og leiðbeiningar fylgja með. Hægt er að velja á milli þess að fá útprentað gjafakort í fallegu umslagi eða fá það í pdf formi á tölvupóstfang, þið veljið það í sendingarmáta.