Hvað er CTM bandvefsmeðferð?
CTM bandvefsmeðferð (Bindegewebsmassage á frummálinu þýsku) er áhrifarík meðhöndlun sem getur t.d. hjálpað til við að draga úr einkennum slæmra tíðaverkja, astma og mígrenis ásamt því að hafa einkar róandi áhrif á taugakerfið í heild sinni. Einnig hefur hún reynst vel við meðhöndlun meltingarvandamála og síþreytu. Meðferðin snýst ekki beint um að losa um bandvefinn sjálfan, eins og nafnið gefur til kynna, heldur er markmiðið að hreyfa við og slaka á taugaendum sem liggja í bandvefnum. Við spennulosun taugaendanna losnar um spennu, bólgur og verki í ýmsum líffærum og líffærakerfum sem hjálpar til við að draga úr einkennum ýmissa kvilla.