Lýsing
Virk andlitsmeðferð þar sem örnálatækni er beitt í samvinnu við virk efni sem komast ofan í dýpri lög húðar og hjálpa húðinni að laga sig innanfrá. Róttæk en örugg og sársaukalaus meðferð fyrir húðendurnýjun, yngingu, rakamettun og endurheimt húðar.
Húðin er hreinsuð og djúphreinsuð áður en andlitið, hálsinn og bringan eru meðhöndluð með Dermatude Meta Therapy. Í lokin er róandi og kælandi rakamaski og á meðan er í boði höfuð- eða fótanudd. Hver meðferð tekur ca 80 mínútur.
Hægt er að velja á milli þess að fá útprentað gjafakort eða fá það í pdf formi á tölvupóstfang, þið veljið það í sendingarmáta. Það kostar ekkert að fá gjafakort sent heim í pósti.